VARÐVEISLA

BYGGÐA- OG HÚSAKANNANIR

ÚRBANISTAN/Anna María Bogadóttir hefur komið að mannvirkjaskráningu og gerð byggða- og húsakannana í samstarfi við sveitarfélög, fyrirtæki og Borgarsögusafn, en byggða- og húsakönnun er áskilinn hluti forvinnu við gerð deiliskipulags og aðalskipulags.

 

Byggða- og húsakönnun er byggingarlistarleg og menningarsöguleg skoðun, könnun, greining, úttekt, skráning og mat á varðveislugildi byggðs umhverfis og einstakra húsa. Vettvangsrannsókn og ástandsskoðun og rýni teikninga, ljósmynda og annarra skráðra heimilda sem varpa ljósi á byggingarlistalegt, umhverfislegt og menningarsögulegt gildi mannvirkja er hluti af gerð byggða- og húsakannana. Tilgangur húsakannana er að tryggja að ákvarðanir sem varða breytingar á byggð eða einstökum húsum séu teknar af þekkingu á því gildi sem þau hafa fyrir umhverfi, sögu og byggingarlist.

 

Húsakannanir eru unnar í samræmi laga um menningarminjar frá árinu 2013 og Skipulagslaga frá árinu 2010. Við mannvirkjaskráningu og gerð byggða- og húsakannana er stuðst við leiðbeiningar og skráningarstaðla Minjastofnunar Íslands.

Hlekkir á valdar byggða- og húsakannanir og mannvirkjaskráningar sem ÚRBANISTAN/Anna María Bogadóttir hefur unnið:
Vogabyggð, Reykjavík

Orkuhússreitur, Reykjavík

Aflstöðvar á Sogssvæði

Aflstöðvar á Þjórsár- og Tungnaársvæði

Unnið með / Ýmsir aðilar

 

Hlutverk / Gerð byggða- og húsakannanna og varðveislumats

 

ARFUR | VARÐVEISLA | ÖNNUR VERKEFNI