ÚRBANISTAN  l  urbanistan@urbanistan.is  l  +354 694 2999

  • Facebook - White Circle
VARÐVEISLA

BYGGÐA- OG HÚSAKÖNNUN

ÚRBANISTAN hefur komið að mannvirkjaskráningu og gerð byggða- og húsakannana í samstarfi við sveitarfélög, fyrirtæki og Borgarsögusafn, en byggða- og húsakönnun er áskilinn hluti gagna við gerð deiliskipulags og aðalskipulags.

 

Byggða- og húsakönnun er byggingarlistarleg og menningarsöguleg skoðun, könnun, greining, úttekt, skráning og mat á varðveislugildi byggðs umhverfis og einstakra húsa. Vettvangsrannsókn og ástandsskoðun og rýni teikninga, ljósmynda og annarra skráðra heimilda sem varpa ljósi á byggingarlistalegt, umhverfislegt og menningarsögulegt gildi mannvirkja er hluti af gerð byggða- og húsakannana.

 

Húsakannanir eru unnar í samræmi laga um menningarminjar frá árinu 2013 og Skipulagslaga frá árinu 2010. Við mannvirkjaskráningu og gerð byggða- og húsakannana er stuðst við leiðbeiningar og skráningarstaðla Minjastofnunar Íslands.

Dæmi um byggða- og húsakönnun sem ÚRBANISTAN hefur komið að er Vogabyggð. http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/Vogabyggd---husakonnun.pdf

Unnið með / Ýmsir aðilar

 

Hlutverk / Gerð byggða- og húsakannanna

 

ARFUR - ÖNNUR VERKEFNI