RÁÐGJÖF | STRATEGÍUHÖNNUN
GÓÐAR LEIÐIR - innviðahönnun ferðamannastaða
ÚRBANISTAN/Anna María Bogadóttir er ráðgjafi Hönnunarmiðstöðvar Íslands í verkefninu Góðar leiðir sem byggir á víðtæku samtali fagfólks, stofnana, sveitarfélaga, og ferðaþjónustuaðila. Verkefnið felur í sér kortlagningu, stefnumótun og þróun hönnunarferla við uppbyggingu, innleiðingu og viðhald innviða fyrir sjálfbæra ferðaþjónustu. Fegurð, virðing og öryggi er leiðarljós verkefnisins sem hefur að markmiði að vernda viðkvæma náttúru og greiða aðgengi að sterkri náttúrupplifun.
Hönnunarmiðstöð leiðir verkefnið í samstarfi við Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Með aðkomu sinni fléttar Hönnunarmiðstöð þræði úr formennskuverkefni Íslands í Norrænu ráðherranefndinni, Gagnvegir góðir, saman við skilgreind verkefni úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru- og menningarsögulegra minja.
2019 -
Unnið með / Hönnunarmiðstöð Íslands í samstarfi við Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
Hlutverk / Ráðgjöf og strategíuhönnun