ÚRBANISTAN  l  urbanistan@urbanistan.is  l  +354 694 2999

  • Facebook - White Circle

mannlíf milli húsa

Jan Gehl I fyrirlestur I Gamla bíó
fimmtudaginn 15. nóvember kl. 17:00

Hinn þekkti danski arkitekt Jan Gehl heldur opinn fyrirlestur í Gamla bíó í Reykjavík 15. nóvember næstkomandi í tilefni af útgáfu íslenskrar þýðingar bókarinnar Mannlíf milli húsa (Livet mellem husene).

 

Bókin, sem kom fyrst út árið 1971 í Kaupmannahöfn, fól í sér uppgjör við kaldranalegar borgir og íbúðahverfi eftirstríðsáranna. Síðan eru liðin tæp fimmtíu ár en bókin á ennþá fullt erindi eins og Jan Gehl kemst sjálfur að orði: „Undanfarnir áratugir hafa sýnt svo ekki verður um villst að viðleitnin til þess að styrkja mannlíf í borgum og byggðum er enn ofarlega á baugi. Samfélagsþróun og allir heimsins rafrænu miðlar hafa ekki dregið úr mikilvægi þess að fólk komi saman, nema síður sé.“

 

Í fyrirlestrinum mun Jan Gehl setja viðfangsefni bókarinnar í samhengi við þróun borga og byggða í samtímanum. Einnig fjallar hann um aðferðarfræðina sem bókin sprettur úr og áhrif hennar víða um heim. Að loknum fyrirlestri gefst tími fyrir spurningar og umræður.
 

Allir velkomnir.

ÚRBANISTAN sem gefur bókina út stendur fyrir viðburðinum í samstarfi við Reykjavíkurborg, Skipulagsstofnun, Listaháskóla Íslands, Klasa, Icelandair Hotels, Arkitektafélag Íslands, Félag íslenskra landslagsarkitekta, SAMARK og Hönnunarmiðstöð.

Viðburður á Facebook

kapa_print_edited.jpg