top of page

2017 -

 

Kvikmynd  í vinnslu

Höfundur, leikstjórn / 

Anna María Bogadóttir

 

Kvikmyndataka / Logi Hilmarsson

Klipping / Sighvatur Ómar Kristinsson

Framleiðsla / ÚRBANISTAN

Styrktaraðilar / Verkefnið hefur hlotið styrk úr Hönnunarsjóði Íslands og verkefnastyrk Myndstefs

KVIKMYND - Í VINNSLU

JARÐSETNING

Í kvikmyndinni Jarðsetning, er fylgst með niðurbroti og jarðsetningu 7000 m3 steinsteypubyggingar í miðborg Reykjavíkur.

Aðalpersóna myndarinnar er stórhýsi Iðnaðarbankans við Lækjargötu 12, en á árunum 1959-1963 tók stórhýsið sér áberandi stöðu mitt í þyrpingu lágreistra húsa í miðborg Reykjavíkur þar sem það reis ofan á elstu byggð borgarinnar. Bygging Iðnaðarbankans var ávallt stakstæð í umhverfi sínu, enda þótt hún hafi verið hluti af heildaráætlun um nýja ásýnd miðborgarinnar, var byggingin reist með það fyrir augum að hægt væri að hækka hana í níu hæðir.  Hún var fulltrúi alþjóðlegra strauma - táknmynd og líkami framtíðardrauma. 
 

Um sextíu árum síðar verðum við vitni af niðurbroti byggingarinnar og jarðsetningu. Kvikmyndin rekur örlög byggingarinnar, sundrun hennar í byggingarhluta og niðurbrot og urðun byggingarefna. Í gegnum linsuna birtast áþreifanlegir mannlegir og vélrænir kraftar sem liggja að baki niðurrifinu. Sjónarspil efnisniðurrifs og upplausn geómetrískra forma sem fléttast saman við daglegt líf í miðborgar Reykjavíkur og krafta náttúrunnar, vind, snjó, regn og sól. 

Jarðsetning skyggnist inn í endalok strúktúra og hringrás efna, fegurð, ljós og skugga og tímans nagandi tönn. Jarðsetning er janframt mynd um bóksaflegt hrun Iðnaðarbankans við Lækjargötu sem speglast í hruni banka og efnahagskerfa og þeirra kerfa sem uppbygging og niðurrif bygginga grundvallast á.

bottom of page