ÚRBANISTAN  l  urbanistan@urbanistan.is  l  +354 694 2999

  • Facebook - White Circle
RANNSÓKNARVERKEFNI Í VINNSLU

ÓSÝNILEGIR INNVIÐIR FERÐAÞJÓNUSTUNNAR

Verkefnið felst í að hanna, smíða og prófa staðbundna greiningarvél, sem leitar uppi forsendur sem spila inn í ástand ferðamála og hafa djúpstæð og margbrotin áhrif á ólíka þræði íslensks samfélags, hvort heldur efnahagslega, menningarlega, umhverfislega eða fagurfræðilega.

 

Vélinni má myndlíkja við röntgeneygðan rannsóknarfugl sem með yfirsýn raungerir þá þætti sem oft virðast ósamræmanlegir þegar viðfangsefni eru skoðuð frá sértækum og afmörkuðum fræðilegum forsendum. Vélin prentar út kort og skýringarmyndir eftir því hver viðtakandinn er og er þar að auki útbúin framtíðarsjónvarpi og möguleikasöng til að hægt sé að máta og skoða mögulegar aðgerðir í ólíkum rýmum, allt frá friðarrýmum sátta til aðgerðatannhjóla sem geta hrundið af stað smáum og stórum, einföldum og flóknum aðgerðum.

 

Markmiðið er að aðferðarfræðin og vélin sjálf nýtist til að rýna og birta ósýnilegar forsendur og möguleika ólíkra viðfangsefna en fyrsta viðfangsefnið sem horft er til eru innviðir ferðaþjónustunnar.

2016 -

Rannsóknarverkefni

Samstarfsaðilar / Unnið í samstarfi við Hildigunni Sverrisdóttur arkitekt


Styrktaraðilar / Verkefnið hefur hlotið styrk úr Hönnunarsjóði Íslands og Starfslaunasjóði hönnuða 

INNVIÐIR - ÖNNUR VERKEFNI