UM ÚRBANISTAN

ÚRBANISTAN starfar þvert á svið arkitektúr og skipulags gegnum fjölbreytt hönnunar-, varðveislu-, skipulags- og stefnumótunarverkefni. Úrbanistan stundar einnig rannsóknir, útgáfu og sýningagerð er snýr að eðli og umbreytingu hins manngerða umhverfis.

Anna María Bogadóttir, arkitekt og menningarfræðingur, er stofnandi og eigandi ÚRBANISTAN. Hún leggur áherslu á menningar- og félagslegar hliðar hins byggða umhverfis og nálgast arkitektúr frá sjónarhóli dagslegs lífs í samhengi flókinna kerfa og hvata. Verk Önnu Maríu finna sér farveg á hefðbundum og óhefðbundum vettvöngum arkitektúrs og sjónlista. 

Anna María er lektor við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands.

Meðal samstarfsaðila eru Basalt arkitektar, Borgarsögusafn, Dronninga Landskap, Hafnarborg, Höfuðborgarstofa, Hönnunarmiðstöð Íslands, Landsvirkjun, Listasafn Reykjavíkur, Mannvit, Nordic Innovation, Nordregio, Norræna húsið, Reitir, Reykjavíkurborg, Ríkisútvarpið, SAMARK, Snæfríð & Hildigunnur, Studio Granda, Suðurnesjabær og Teiknistofan Stika.

ANNA MARÍA BOGADÓTTIR  

MENNTUN

2009 Columbia University, Graduate School of Architecture Planning and Preservation, GSAPP, New York (MArch)
2005 Syddansk Universitet, Odense menningarfræði (MA)
2004 Copenhagen IT-University, Upplýsingatækni; design, media og kommunikation (MSc)

1998 Háskóli Íslands. Hagnýt fjölmiðlun (diplóma)
1996 Háskóli Íslands. Franska (BA)

Önnur próf og leyfi

2020 Skipulagsráðgjafi sem uppfyllir skilyrði 7. gr. skipulagslaga til að sinna gerð skipulagsáætlana
2016 Löggiltur mannvirkjahönnuður 
2012 Löggildingarpróf mannvirkjahönnuða
1993 Löggiltur leiðsögumaður erlendra ferðamanna

 

AKADEMÍSK STÖRF

LISTAHÁSKÓLI ÍSLANDS, hönnunar- og arkitektúrdeild
2018 - Lektor í arkitektúr
2016 - Aðjúnkt í arkitektúr
2006 - 2016 Stundakennari
 

LANDBÚNAÐARHÁSKÓLI ÍSLANDS, deild skipulags og hönnunar,
prófdómari meistaraverkefna, 2015
gestakennari, 2019-

HÁSKÓLI ÍSLANDS, námsbraut í safnafræði

gestakennari 2011-2012

 

 

SÝNINGASTJÓRN OG SÝNINGAHÖNNUN
2017 Borgarveran, sýning í Norræna húsinu. Sýningarstjórn og sýningahönnun.  
2017 Virðisaukandi arkitektúr, sýning í Hörpu á Hönnunarmars.          
2017 Hvað er í gangi? Sýning um nýja uppbyggingu í miðborg Reykjavíkur í Ráðhúsi Reykjavíkur.                
Rannsóknarvinna, handrits-, texta- og myndbandagerð og ritstjórn ljósmynda.
Unnið fyrir Reykjavíkurborg í samstarfi við Hildigunni Sverrisdóttur og Studio Granda.
2015 Hæg breytileg átt. Sýningastjóri sýningar og viðburðadagskrár í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi.                                      
2013 Vísar, húsin í húsinu. Sýningarstjóri sýningar á mótum myndlistar, arkitektúr og varðveislu.           
2005 Úrbanistan tilraunastofa. Sýningaverkefni þar sem unnið var með huglæga kortlagningu og              
upplýsingatækni við að þróa leiðir fyrir íbúaþátttöku í framtíðarmótun borgarinnar.
Hluti af sýningunni Hvernig borg má bjóða þér? Unnið í samstarfi við Ástu Olgu Magnúsdóttur fyrir Listasafn Reykjavíkur.
2004 Danmark i Grønland. Meðsýningarstjóri ljósmyndasýningar í tilefni 50 ára afmælis
Arktisk Institut. Unnið fyrir Norðurbryggju í samstarfi við Arktisk Institut.

 

VERK, TILRAUNIR OG INNSETNINGAR Í BORGARRÝMI
2017 Upplýstur jarðsöngur stórhýsis Iðnðarbankans að Lækjargötu 12.                                                                
2011 Stytturnar af stallinum, innsetning á Lækjartorgi. Unnið í samstarfi við Guðlaugu Friðgeirsdóttur       
fyrir Torg í biðstöðu, Reykjavíkurborg.
2007 Recipes for Unique Everyday Experiences, psýkógeógrafísk borgartilraun, unnin í samstarfi við               
Ástu Olgu Magnúsdóttur (ÁOM)  fyrir hátíðina Psygeoconflux, New York.   

2006 Slippabankinn, lifandi tímahylki í Slippnum, innsetning í Reykjavíkurslipp. Unnið í samstarfi við ÁOM.

2006 Óður til Slippsins, innsetning og hátíð til heiðurs Slippnum, Reykjavík. Unnið í samstarfi við ÁOM.     

2004 NewCopenYorkHagen, psýkógeógrafísk borgartilraun unnið í samstarfi við Malene Rørdam fyrir hátíðina Psygeoconflux, New York.

 

FYRIRLESTRAR & ERINDI

2020 - Almenningsvatn og afskekkt þéttbýli, erindi á málþingi Skipulagsstofnunar og FÍLA um skipulag og hönnun í landslagi, Norræna húsið

2020 - Water as Public Greenspace, erindi á samnorrænni vinnustofu Nordregio, Stokkhólmur

2019 - Sjálf/bær, erindi á degi Grænni byggðar, HÍ

2019 - Almanna/almenningsrými, erindi á málþingi Listasafns Reykjavíkur um listir í almannarými, Kjarvalsstaðir

2018 - Mannlíf milli húsa, erindi á Skipulagsdegi Skipulagsstofnunar og Sambands íslenskra sveitarfélaga, Gamla bíó

2018 - Exhibiting Architecture, erindi á málþingi um sýningarhönnun, hluti af alþjóðlegri dagskrár Hönnunarmars, Þjóðminjasafn

2017 - Framtíðarborgin, erindi á fundarröð Reykjavíkurborgar, Kjarvalsstaðir

2017 - The Added Value of Architecture, erindi á Design Talks, hluti af alþjóðlegri dagskrár Hönnunarmars, Harpa

2017 - Design Diplomacy, samræða við arkitektinn Sean Vance, hluti af alþjóðlegri dagskrár Hönnunarmars, Ameríska sendiráðið

2016 - The West End: A glimpse into architecture and planning in Iceland, erindi á norrænni NUAS ráðstefnu, HÍ

2016 - Hugmyndin um framtíðarhúsnæði, erindi á Fasteignaráðstefnunni í Hörpu

2016 - Framtíðarhúsnæði? erindi á Hugarflugi, LHÍ

2015 - Skynjun og vistvæn hugsun,  erindi á alþjóðlegum degi arkitektúrs, AÍ, Hannesarholt

2015 - Sami staður, nýr tími, erindi á málstofu um endurnýjun hafnarsvæða, Hafnarborg

2015 - Housing and Mobility, erindi um Hæga breytilega átt, á vinnusmiðju fyrir Oslo Architecture Triennale, Osló

2015 - Hver eru áhrif borgarumhverfis á hamingjuna? erindi á fundarröð Reykjavíkurborgar, Kjarvalsstaðir

2015 - Hæg breytileg átt, erindi á málþingi um horfur í húsnæðismálum, Hæg breytileg átt, Hafnarhús

2014 - Húsin í húsinu, erindi á Hugarflugi, LHÍ

2013 - The Hringbraut Traverse, erindi á alþjóðlegri ráðstefnu um breiðgötur og hringvegi í Evrópu, LHÍ

2012 - Eru allir velkomnir? Ólíkar hliðar gestrisni í borginni, erindi á Hugarflugi, LHÍ

2012 - Flæðið á milli, erindi á Hafnarvinnudegi Reykjavíkurborgar

2011 - Draumar og möguleikar hafnarsvæðisins, erindi á málþingi um borgarrými, Hugmyndahús Háskólanna

2010 - Pælingar um samtal, erindi í ráðstefnuröð AÍ og Umhverfis og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar

MENNINGARSTJÓRNUN
2003-2005 Menningarhúsið Norðurbryggja, Kaupmannahöfn, verkefnisstjóri menningarviðburða og sýningarstjóri.
2001 & 2002 Menningarnótt í Reykjavík, framkvæmdastjóri.
1999-2000 Leikfélag Íslands, Iðnó, framkvæmdastjóri.
1998-1999 Íslenska óperan, kynningarstjóri og framkvæmdastjóri Styrktarfélags Íslensku óperunnar.

TRÚNAÐARSTÖRF

2020 - Valnefnd hönnunarteymis merkinga á ferðamannastöðum og friðlýstum svæðum, Hönnunarmiðstöð , Umhverfisráðuneyt

2019 - Dómnefndarfulltrúi í hugmyndasamkeppni um framtíð Suðurnesjabæjar

2018 - Fulltrúi í starfshópi Menntamálaráðherra um undirbúning og fýsileikakönnun þátttöku Íslands á Feneyjatvíæringnu í arkitektúr. Tilnefnd af AÍ

2017 - Í menntamálanefnd AÍ
2017 - Fulltrúi LHÍ í starfshópi um mótun meistaramáms í arkitektúr við LHÍ
2016 - Fulltrúi í Ráðgjafaráði um stefnumótandi byggðaáætlun á vegum Byggðastofnunar. Tilnefnd af Samtökum skapandi greina.
2016 - Fulltrúi í dómnefnd hönnunarsamkeppni um nýbyggingu á alþingisreit. Tilnefnd af AÍ.
2016 - Fulltrúi í starfshópi um byggingarrannsóknir á vegum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Tilnefnd af Hönnunarmiðstöð Íslands.
2015 - 2016 - Nordic Built Cities Challenge, fulltrúi í Nordic Jury. Tilnefnd af Mannvirkjastofnun
2014 - Formaður stjórnar verkefnisins Hæg breytileg átt. Tilnefnd af Hönnunarmiðstöð og Hönnunarsjóði Aurora
2014 - Fulltrúi AÍ í dómnefnd hugmyndasamkeppni um skipulag Háskólasvæðisins
2012 - 2013 Í ritnefnd Arkitektúr, tímarit um umhverfishönnun, útg. AÍ og FÍLA

STYRKIR VEGNA LISTSKÖPUNAR OG RANNSÓKNA

2020 Verkefnastyrkur úr Hönnunarsjóði

2019 Verkefnastyrkur frá Myndstef

2018 Verkefnastyrkur úr Hönnunarsjóði Íslands
2018 Útgáfusjóður Listaháskóla Íslands
2017 Starfsþróunarsjóður Listaháskóla Íslands
2017 Listamannalaun, starfslaunasjóður hönnuða, 3 mánuðir
2016 Þróunarstyrkur úr Hönnunarsjóði Íslands
2014, 2015, 2016, 2017 Ferðastyrkur úr Hönnunarsjóði Íslands
2006 Námsstyrkur úr Thor Thors sjóðnum
2006 Listnámsstyrkur, Landsbankinn
2000 Rannsóknarstyrkur, Listir og vísindi, Menntamálaráðuneytið
1998 Námsstyrkur, danska menntamálaráðuneytið
1997 Námsstyrkur Dansk-íslenska félagið

VERÐLAUN & VIÐURKENNINGAR

2018 Stjórnarráðsreitur, 3. verðlaun í hönnunarsamkeppni um skipulag Stjórnarráðsreits. Tillaga unnin í samstarfi við Teiknistofuna Stiku og Dronninga Landskap
2018 Borgarveran, lýsingaverðlaun Ljóstæknifélags Íslands í opnum flokki. Unnið í samstarfi við Dario Nunes Salazar, lýsingahönnuð hjá Verkís
2015 Hæg breytileg átt, tilnefning til menningarverðlauna DV
2014 Óðinstorg, 1. verðlaun í hönnunarsamkeppni. Í hönnunarteymi Basalt Arkitekta.
2011 Þríhnúkagígur, 1.-3. verðlaun í hugmyndasamkeppni, tillaga unnin í samstarfi við Guðlaugu Friðgeirsdóttur iðnhönnuð og sálfræðing.
2009 Gamla höfnin í Reykjavík, 2. verðlaun í hugmyndasamkeppni, almennur flokkur.

            

 

ÚRBANISTAN  l  urbanistan@urbanistan.is  l  +354 694 2999

  • Facebook - White Circle