UM ÚRBANISTAN

ÚRBANISTAN starfar breitt á sviði arkitektúrs gegnum fjölbreytt hönnunar-, varðveislu- og skipulagsverkefni auk þess að stunda strategíska hönnun, útgáfu og sýningagerð er snýr að eðli og umbreytingu hins manngerða umhverfis.

Anna María Bogadóttir, arkitekt og menningarfræðingur, er stofnandi og eigandi ÚRBANISTAN. Hún leggur áherslu á menningar- og félagslegar hliðar hins byggða umhverfis og nálgast arkitektúr frá sjónarhóli dagslegs lífs í samhengi flókinna kerfa og hvata. Verk Önnu Maríu finna sér farveg á hefðbundum og óhefðbundum vettvöngum arkitektúrs, ritlistar og sjónlista. Hún lauk meistaraprófi í arkitektúr frá Columbia Háskóla í New York árið 2010 en hafði áður starfað í um áratug við menningar- og sýningarstjórn á Íslandi og Danmörku og lokið meistaraprófum í upplýsingatækni og menningarfræði. Anna María er löggiltur mannvirkjahönnuður, skipulagsráðgjafi og lektor við arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands.

Meðal samstarfsaðila Úrbanistan eru Basalt arkitektar, Borgarsögusafn, Dronninga Landskap, Hafnarborg, Landsvirkjun, Listasafn Reykjavíkur, Mannvit, Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, Nordic Innovation, Nordregio, Norræna húsið, Reitir, Reykjavíkurborg, Ríkisútvarpið, SAMARK, Snæfríð & Hildigunnur, Studio Granda, Suðurnesjabær og Teiknistofan Stika.

L1009304.JPG