SÝNING

BORGARVERAN

Borgarveran er sýning sem skyggnist inn í ólíka innviði borgarinnar – sýnilega og ósýnilega, ofanjarðar og neðanjarðar, náttúrulega og manngerða. Valin verk samtímahönnuða og myndlistarmanna, eru sett í samhengi og samtal við eldri hugmyndir um borgina, sem varpa ljósi á innviði borginnar frá ólíkum sjónarhornum.

 

Í Borgarverunni tvinnast ólíkir þræðir náttúru og manngerðs umhverfis saman við tæknileg og félagsleg kerfi. Undir yfirborðinu liggja holræsi, raflagnir, ljósleiðarar og rætur, áþreifanleg en okkur hulin. Ofanjarðar eru ósýnilegir innviðir annars eðlis: hugbúnaður, húsnæðiskerfi, fjármálakerfi og skipulagslöggjöf. Á sýningunni Borgarveran eru þessir innviðir dregnir fram í dagsljósið og settir í samhengi við það sem fyrir augu ber: byggingarefnið, bílana, gróðurinn, litina og lífið í borginni.  Sótt er í ólíka miðla, verkfæri og aðferðir sem varpa ljósi á borgina og veruna í borginni. Nýjum og gömlum hugmyndum og verkum er stefnt saman í vangaveltum um leiðir og aðferðir til að takast á við verkefni og veruleika samtímaborga. Um leið spyr sýningin hvaða lærdóm megi draga af sigrum fortíðar og hvert sé hægt að stefna til framtíðar.  

2017


Norræna húsið

Unnið með / Norræna húsið

Hlutverk / Sýningahöfundur,

sýningastjórn, sýningahönnun

Höfundar verka og verkefna á sýningunni / Arkibúllan, Bêka & Lemoine, Einar Þorsteinn Ásgeirsson, Hildur Bjarnadóttir, Hreinn Friðfinnsson, Jón Þorláksson, Krads arkitektar, Ragnar Kjartansson, Sigrún Thorlacius, Sigurður Guðmundsson, Úti og inni arkitektar, Þórunn Árnadóttir

Sýninganefnd / Andie Nordgren, Ásta Olga Magnúsdóttir, Bjarki Bragason,  Páll Hjaltason


Lýsingahönnun / Verkís;

Darío Gustavo Núñez Salazar
 

Show More

Grafísk hönnun / Snæfríð Þorsteins

 

Verkefnisstjóri / Kristín Ingvarsdóttir

Ljósmyndir / Vigfús Birgisson

Viðurkenning / Íslensku lýsingarverðlaunin 2018 í opnum flokki 

BYGGÐ - ÖNNUR VERKEFNI

ÚRBANISTAN  l  urbanistan@urbanistan.is  l  +354 694 2999

  • Facebook - White Circle