ÚRBANISTAN  l  urbanistan@urbanistan.is  l  +354 694 2999

  • Facebook - White Circle
BÓK

HÆG BREYTILEG ÁTT

Bókin Hæg breytileg átt veitir innsýn í tillögur þverfaglegra hópa samnefnds íbúðaþróunarverkefnis og þær rannsóknir sem að baki tillögunum lágu. Í bókinni er einnig viðtal við verkefnisstjóra, stuttar greinar þátttakenda í verkefninu, sem eru leiðarvísar til framtíðar út frá ólíkum sjónarhornum, og grein Péturs H. Ármannsonar arkitekts um þátt félagslegra íbúða í húsagerðarsögu 20. aldar.

 

Markmið með útgáfu bókarinnar er að gera rannsóknir og umræðu um húsnæðis- og byggðaþróun aðgengilega og gera sem flestum kleift að fá betri innsýn í málaflokkinn. Bókin er hugsuð sem lykill fyrir alla þá sem vilja vera betur í stakk búnir til að hafa skoðun og áhrif á íbúðaþróun í framtíðinni.

2015
 

Útgefandi / Hönnunarsjóður Aurora

Hlutverk / Ritsjórn og listræn stjórnun

Grafísk hönnun og

listræn stjórnun/ Snæfríð Þorsteins

Textaritstjórn / Brynhildur Björnsdóttir

Show More

BYGGÐ - ÖNNUR VERKEFNI