INNVIÐIR
ÚRBANISTAN vinnur að gerð sýninga og rannsókna á innviðum
hins manngerða umhverfis auk þess að leiða greiningarvinnu og samtal í þróunar- og stefnumótunar-verkefnum þvert á stjórnsýslusvið, fræðasvið og fagsvið
INNVIÐIR
ÚRBANISTAN vinnur að gerð sýninga og rannsókna á innviðum
hins manngerða umhverfis auk þess að leiða greiningarvinnu og samtal í þróunar- og stefnumótunar-verkefnum þvert á stjórnsýslusvið, fræðasvið og fagsvið
INNVIÐIR
ÚRBANISTAN vinnur að gerð sýninga og rannsókna á innviðum
hins manngerða umhverfis auk þess að leiða greiningarvinnu og samtal í þróunar- og stefnumótunar-verkefnum þvert á stjórnsýslusvið, fræðasvið og fagsvið
BYGGÐA- OG ÍBÚÐAÞRÓUNARVERKEFNI
HÆG BREYTILEG ÁTT
Hæg breytileg átt er hugmyndavettvangur á sviði húsnæðis- og byggðaþróunar með áherslu á þverfaglega samræðu um ríkjandi viðmið, kerfi og aðferðir og þróun nýrra leiða í byggða- og íbúðaþróun.
Í febrúar 2014 var kallað eftir umsóknum frá þverfaglegum hópum til að vinna að mótun hugmynda um vistvænni, samfélagsmeðvitaðri, hagkvæmari og framsæknari íbúðarkosti í íslensku þéttbýli. Í kjölfarið voru fjórir hópar, skipaðir samtals 23 einstaklingum, valdir til þátttöku í verkefninu. Við rannsóknir og tillögugerð nutu hóparnir stuðnings og ráðgjafar verkefnisstjóra og áttu í gagnrýnu samtali innbyrðis og við fjölbreyttan hóp fagmanna. Út frá vinnu hópanna fór einnig fram samtal milli áhrifaaðila á húsnæðismála er snertir rannsóknir, framkvæmd, skipulag og regluverk.
Hönnunarsjóður Aurora átti frumkvæði að verkefninu og fékk til liðs við sig aðila á sviði húsnæðisþróunar- og uppbyggingar, sem áttu fulltrúa í stjórn verkefnisins.
2014 - 2015
Unnið með / Hönnunarsjóður Auroru
Hlutverk / Formaður stjórnar verkefnis og listrænn stjórnandi
Bakhjarlar verkefnis / Búseti, Félagsbústaðir, Félagsstofnun stúdenta, Hönnunarmiðstöð Íslands, Listaháskóli Íslands, Reykjavíkurborg, Samtök iðnaðarins, Upphaf fasteignafélag og Velferðarráðuneytið
Verkefnisstjórar / Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir, Hrefna Björg Þorsteinsdóttir
Ljósmyndir / Brynjar Gunnarsson og Kristinn Magnússon