top of page
SAMTAL UM GÆÐI HÚSNÆÐIS

HÍBÝLAAUÐUR - VINN BARA HEIMA

Heimilisbragur skrifstofuhúsnæðis nýtur vaxandi vinsælda samfara því að stöðugt fleiri heimili þjóna hlutverki sem skrifstofur fyrirtækja og fjöldi þeirra sem vinna heima fer vaxandi. Aðgreining íbúða- og skrifstofuhúsnæðis máist smám saman út sem endurspeglast þó ekki húsnæðisuppbyggingu samtímans. Hvers vegna er það? Og hvaða kostir og ókostir geta fylgt þessari þróun?


Á málstofunni „Vinn bara heima” ræddi rannsóknahópurinn Híbýlaauður um það að vinna heima út frá þverfaglegum húsnæðisrannsóknum og varpaði fram spurningum á borð við: Hvar vinn ég heima? Hvað einkennir rýmið? Hvernig vinnurými hentar því sem ég er að gera, hvar næ ég einbeitingu, finnst mér best að skapa? Hvar get ég unnið með öðrum og átt samtalið? Fundið innblásturinn? Markmiðið er að skoða viðfangsefnið í sögulegu, hagrænu og arkitektónísku samhengi og varpa ljósi á íbúðagerðir sem mæta óskum og þörfum þeirra sem vinna heima, hvort sem þau búa ein eða með öðrum, eru selskapsljón eða einfarar. 
 

Upptaka af málstofunni hér hefst á mínútu 1:17

2023

Listaháskóli Íslands, Hugarflug

Vinn bara heima - málstofa

Anna María Bogadóttir

Ásgeir Brynjar Torfason

Hrefna Björg Þorsteinsdóttir

Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir

Ásta Logadóttir

Snæfríð Þorsteins

bottom of page