top of page
DIALOGUE ON DESIGN IN NATURE

SVÍÞJÓÐ

Helena Karlberg er blaðamaður sem hefur unnið að hönnun áfangastaða sem og nýsköpun staða í Svíþjóð síðustu 10 ár. Hún vann t.d. í Kiruna, borg í norður Svíþjóð sem er verið að færa og endurbyggja vegna námuiðnaðar á svæðinu. Helena er reyndur fyrirlesari og kemur oft fram til þess að fjalla efni tengd málefninu. Hún hefur mikla reynslu af því að vinna að hönnunarverkefnum í samstarfi við SVID, Sænska iðnhönnunarsjóðinn og Tækniháskólann í Luleå. Helena var áður í forsvari fyrir hönnun og áfangastaði innan SVID og situr nú í stjórn sjóðsins. Helena er formaður Sænsku hönnunarsamtakanna. 

Áslaug Traustadóttir útskrifaðist sem landslagsarkitekt frá Norska landbúnaðarháskólanum árið 1988 og hefur því yfir 30 ára reynslu af hönnun í faginu. Hún starfaði hjá Pétri Jónssyni  hjá Landark frá 1988 til 1993, vann að sjálfstæðum verkefnum frá 1994 til 1995 og byrjaði þá að vinna að verkefnum hjá Landmótun, landslagsarkitektastofu. Áslaug hefur verið meðeigandi Landmark frá árinu 1999. Á meðal nýlegra verkefna Landmótunar má nefna Geysi - hönnun ferðamannastaðar fyrir Umhverfisstofnun og Sky Lagoon - baðlón í Kópavogi. Landmótun hlaut nýlega fyrstu verðlaun í samkeppni um skipulag og hönnun áfangastaðar og íbúðabyggðar við Leiðarhöfða á Höfn í Hornafirði.

bottom of page