SÝNING

HVAÐ ER Í GANGI?

Ný uppbygging í miðborg Reykjavíkur

Markmið sýningarinnar var að veita borgarbúum og öðrum áhugasömum innsýn í þá miklu umbreytingar sem eiga sér stað í miðborginni og hvetja til umræðu.

 

Á sýningunni voru sýnd módel af uppbyggingarreitum í miðborg Reykjavíkur og þau sett fram í samhengi miðborgarinnar í heild. Þróun og sögulegt samhengi uppbyggingar í miðborginni birt gegnum texta, kort og ljósmyndir sem varpa ljósi á það hvernig miðborgin þróast úr litlu stjórnsýsluþorpi í hafnarborg, bílaborg og loks ferðamannaborg. Á sýningunni voru yfirlits- og skýringarmyndir sem birta tengsl ólíkra innviða í samhengi við íbúa- og byggðaþróun. Þá komu fram ólík sjónarhorn á uppbygginguna fram í myndböndum þar sem fulltrúar almennra borgara og uppbygingaraðila ræða saman í pörum.

2017


​Ráðhús Reykjavíkur
 

Unnið með / Reykjavíkurborg
 

Hlutverk / Ritstjórn, textagerð og umsjón með gerð myndbanda.

 

Samstarf / Unnið í samstarfi við Hildigunni Sverrisdóttur arkitekt

Sýningastjórn og sýningahönnun / 

Studio Granda

 

Grafísk hönnun / Snæfríð Þorsteins
 

Upptaka og klipping myndbanda / Ragnar Hansson

Verkefnisstjórn / Hildur

Gunnlaugsdóttir og
Edda Ívarsdóttir

SÝNINGAR | ÚTGÁFA | ÖNNUR VERKEFNI