INNVIÐIR
ÚRBANISTAN vinnur að gerð sýninga og rannsókna á innviðum
hins manngerða umhverfis auk þess að leiða greiningarvinnu og samtal í þróunar- og stefnumótunar-verkefnum þvert á stjórnsýslusvið, fræðasvið og fagsvið
INNVIÐIR
ÚRBANISTAN vinnur að gerð sýninga og rannsókna á innviðum
hins manngerða umhverfis auk þess að leiða greiningarvinnu og samtal í þróunar- og stefnumótunar-verkefnum þvert á stjórnsýslusvið, fræðasvið og fagsvið
INNVIÐIR
ÚRBANISTAN vinnur að gerð sýninga og rannsókna á innviðum
hins manngerða umhverfis auk þess að leiða greiningarvinnu og samtal í þróunar- og stefnumótunar-verkefnum þvert á stjórnsýslusvið, fræðasvið og fagsvið










FYRIRLESTUR & ÚTGÁFUHÓF
MANNLÍF MILLI HÚSA
Danski arkitektinn Jan Gehl hélt fyrirlestur fyrir fullu húsi í Gamla bíó í Reykjavík í tilefni af útgáfu íslenskrar þýðingar bókarinnar Mannlíf milli húsa (Livet mellem husene).
Bókin, sem kom fyrst út árið 1971 í Kaupmannahöfn, fól í sér uppgjör við kaldranalegar borgir og íbúðahverfi eftirstríðsáranna. Síðan eru liðin tæp fimmtíu ár en bókin á ennþá fullt erindi eins og Jan Gehl kemst sjálfur að orði: „Undanfarnir áratugir hafa sýnt svo ekki verður um villst að viðleitnin til þess að styrkja mannlíf í borgum og byggðum er enn ofarlega á baugi. Samfélagsþróun og allir heimsins rafrænu miðlar hafa ekki dregið úr mikilvægi þess að fólk komi saman, nema síður sé.“
Í fyrirlestrinum setti Jan Gehl viðfangsefni bókarinnar í samhengi við þróun borga og byggða í samtímanum. Einnig fjallaði hann um aðferðarfræðina sem bókin sprettur úr og viðvarandi áhrif hennar víða um heim.
2018
Gamla bíó
ÚRBANISTAN stóð fyrir viðburðinum í samstarfi við Reykjavíkurborg, Skipulagsstofnun, Listaháskóla Íslands,
Klasa, Icelandair Hotels, Arkitektafélag Íslands, Félag íslenskra landslagsarkitekta, SAMARK og Hönnunarmiðstöð.