INNVIÐIR
ÚRBANISTAN vinnur að gerð sýninga og rannsókna á innviðum
hins manngerða umhverfis auk þess að leiða greiningarvinnu og samtal í þróunar- og stefnumótunar-verkefnum þvert á stjórnsýslusvið, fræðasvið og fagsvið
INNVIÐIR
ÚRBANISTAN vinnur að gerð sýninga og rannsókna á innviðum
hins manngerða umhverfis auk þess að leiða greiningarvinnu og samtal í þróunar- og stefnumótunar-verkefnum þvert á stjórnsýslusvið, fræðasvið og fagsvið
INNVIÐIR
ÚRBANISTAN vinnur að gerð sýninga og rannsókna á innviðum
hins manngerða umhverfis auk þess að leiða greiningarvinnu og samtal í þróunar- og stefnumótunar-verkefnum þvert á stjórnsýslusvið, fræðasvið og fagsvið
BÓK
JARÐSETNING
Í Jarðsetningu fer höfundur með lesendur inn í stórhýsi Iðnaðarbankans við Lækjargötu og þaðan á vit hugmynda og drauma sem búa í hinu byggða. Með hversdagslíf borgarinnar í bakgrunni fléttar höfundur frásögn af lífi og dauða byggingar saman við sögu hugmynda og sína eigin sögu. Verk á mörkum arkitektúrs og bókmennta. Í bókinni eru bæði stillur úr kvikmyndinni Jarðsetning og ljósmyndir eftir Önnu Maríu auk ljósmynda úr miðborg Reykjavíkur frá miðri 20. öld.
"Anna María er fantaflinkur penni og fer af miklu öryggi milli hugleiðinga um skipulag, arkitektúr og mannlíf í kapítalískum heimi og vel ígrundaðrar upprifjunar á lífshlaupi sínu. Ein besta bók flóðsins"
- Þorgeir Tryggvason
„Skyldulesning fyrir fagfólk en ekki síður fyrir aðra, þar sem hún lýsir á inspirerandi hátt því að vera manneskja, lífræn vera, í manngerðum heimi.“
- Hildigunnur Sverrisdóttir
„Einstaklega frumlegt og áhugavert verk sem hnitast um hús Iðnaðarbankans í Lækjargötu með endalausum tilvísunum í hugmyndafræði, arkitektúr og persónulegar minningar.“
- Andri Snær Magnason
2022
Höfundur / Anna María Bogadóttir
Útgefandi / Angústúra í samstarfi við ÚRBANISTAN
Bókarhönnun / Snæfríð Þorsteins
Verðlaun/viðurkenningar
Tilnefning til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024
Tilnefning til Hönnunarverðlauna Íslands 2023
Tilnefning til viðurkenningar Hagþenkis 2022
FÍT gullverðlaun 2022 bókakápa
FÍT silfurverðlaun 2022 bókahönnun