ÚRBANISTAN  l  urbanistan@urbanistan.is  l  +354 694 2999

  • Facebook - White Circle
KVIKMYND - Í VINNSLU

JARÐSETNING

Í kvikmyndinni Jarðsetning, bygging, borg og banki, er fylgst með niðurbroti og jarðsetningu 7000 m3 steinsteypubyggingar í miðborg Reykjavíkur, sem var reist sem banki iðnaðar og táknmynd framtíðar um hálfri öld fyrr.

Aðalpersóna myndarinnar er stórhýsi Iðnaðarbankans við Lækjargötu 12, en á árunum 1959-1963 tók stórhýsið sér áberandi stöðu mitt í þyrpingu lágreistra húsa í miðborg Reykjavíkur þar sem það reis ofan á elstu byggð borgarinnar. Ávallt stakstæð í umhverfi sínu, enda þótt hún hafi verið hluti af heildaráætlun um nýja ásýnd miðborgarinnar, var byggingin reist með það fyrir augum að hægt væri að hækka hana í níu hæðir. 
 

Myndin rekur örlög byggingarinnar, sundrun hennar í byggingarhluta og niðurbrot byggingarefna sem eru á endanum jarðsett. Í gegnum linsuna birtast mannlegir og vélrænir kraftar sem liggja að baki niðurrifinu um leið og byggingin speglast í borginni og borgin í byggingunni.

Jarðsetning er mynd um fegurð, líf og dauða, ljós og skugga. Jarðsetning er janframt mynd um bóksaflegt hrun Iðnaðarbankans við Lækjargötu og rekur hrun banka og efnahagskerfa og þeirra kerfa sem uppbygging og niðurrif bygginga grundvallast á.

2017 -

 

Kvikmynd  í vinnslu

Höfundur, leikstjórn / 

Anna María Bogadóttir

 

Kvikmyndataka / Logi Hilmarsson

Framleiðsla / ÚRBANISTAN

Styrktaraðilar / Verkefnið hefur hlotið styrk úr Hönnunarsjóði Íslands

Show More

ARFUR - ÖNNUR VERKEFNI