LJÓS- OG HLJÓÐVERK

JARÐSÖNGUR

Hvaða merking býr í endalokum bygginga? 

 

Jarðsöngur Iðnaðarbankans við Lækjargötu er upplýst hugleiðing um hreyfingu og tíma, uppbyggingu og niðurrif. Endalok steinsteypts stórhýsis tæpum fimmtíu árum eftir að það reis, eiga sér stað á mögnuðu stefnumóti uppbyggingar og niðurrifs í miðborg Reykjavíkur. Þegar byggingin var reist var hún fulltrúi alþjóðlegra strauma og táknmynd og líkami framtíðardrauma. Í upplýstri kveðjuathöfn byggingarinnar rúmlega hálfri öld síðar ómaði hún og lýsti út í borgina í hinsta sinn. 

Minningarorð um bygginguna sem birtist í Morgunblaðinu má lesa hér.

2017

Reykjavík, Lækjargata 12

Jarðsöngur

 

Höfundur / Anna María Bogadóttir 

Samstarf / Verkið var unnið í samstarfi við Berglindi Maríu Tómasdóttur tónskáld og Kristínu Gunnarsdóttur myndlistarmann 


Aðrir þátttakendur / Adda Ingólfsdóttir, Einar Torfi Einarsson, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, Hildigunnur Sverrisdóttir, Telo Hoy, Örvar Erling Árnason

ÚRBANISTAN stóð fyrir Jarðsöngnum í samráði við Verkís og með leyfi Íslandshótela. Reginn styrkti verkefnið fyrir hönd Almenna Byggingarfélagsins, sem kom að því að reisa bygginguna.

ARFUR | VARÐVEISLA | ÖNNUR VERKEFNI