top of page
ARKITEKTÚR GJÖRNINGUR

JARÐSÖNGUR

Hvað býr í  endalokum byggingar? 

 

Jarðsöngur Iðnaðarbankans við Lækjargötu er upplýst hugleiðing um hreyfingu og tíma, uppbyggingu og niðurrif. Þegar byggingin reis upp úr elstu byggð borgarinnar var hún fulltrúi alþjóðlegra strauma, táknmynd og líkami framtíðardrauma. Endalok byggingarinnar rúmlega hálfri öld síðar, eiga sér stað á mögnuðu stefnumóti uppbyggingar og niðurrifs í miðborg Reykjavíkur. Í jarðsöng Iðnaðarbankans komu saman listamenn sem hlustuðu á bygginguna og tóku þátt í að leyfa henni óma og lýsa út í borgina í hinsta sinn. 

Minningarorð um bygginguna sem birtist í Morgunblaðinu má lesa hér.

2017

Reykjavík, Lækjargata 12

Jarðsöngur

 

Verk eftir Önnu Maríu Bogadóttur​ unnið í samstarfi við Berglindi Maríu Tómasdóttur tónskáld og Kristínu Gunnarsdóttur myndlistarmann 


Aðrir þátttakendur / Adda Ingólfsdóttir, Einar Torfi Einarsson, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, Hildigunnur Sverrisdóttir, Telo Hoy, Örvar Erling Árnason

ÚRBANISTAN stóð fyrir Jarðsöngnum í samráði við Verkís og með leyfi Íslandshótela. Reginn styrkti verkefnið fyrir hönd Almenna Byggingarfélagsins, sem kom að því að reisa bygginguna.

bottom of page