INNVIÐIR
ÚRBANISTAN vinnur að gerð sýninga og rannsókna á innviðum
hins manngerða umhverfis auk þess að leiða greiningarvinnu og samtal í þróunar- og stefnumótunar-verkefnum þvert á stjórnsýslusvið, fræðasvið og fagsvið
INNVIÐIR
ÚRBANISTAN vinnur að gerð sýninga og rannsókna á innviðum
hins manngerða umhverfis auk þess að leiða greiningarvinnu og samtal í þróunar- og stefnumótunar-verkefnum þvert á stjórnsýslusvið, fræðasvið og fagsvið
INNVIÐIR
ÚRBANISTAN vinnur að gerð sýninga og rannsókna á innviðum
hins manngerða umhverfis auk þess að leiða greiningarvinnu og samtal í þróunar- og stefnumótunar-verkefnum þvert á stjórnsýslusvið, fræðasvið og fagsvið
SAMTAL UM GÆÐI HÚSNÆÐIS
HÍBÝLAAUÐUR
Samtal um húsnæðismál á mannamáli, spunnið út frá arkitektónískum og hagrænum rannsóknum í samhengi við húsnæðisuppbyggingu á Íslandi.
11. maí 2021 var samtali um híbýlaauð streymt frá Norræna húsinu. Áherslunni beint að íbúanum og gæðum í hönnun og skipulagi, því að skapa híbýlaauð fyrir þá sem búa ekki síður en þá sem byggja.
DAGSKRÁ Í NORRÆNA HÚSINU 11. MAÍ 2021
LÚXUS FYRIR ALLA?
ANNA MARÍA BOGADÓTTIR, arkitekt og menningarfræðingur
innleiðir samtalið um listina að búa og listina að byggja:
Hvar er pláss til að anda?
HVER GRÆÐIR Á ÞESSU?
ÁSGEIR BRYNJAR TORFASON, doktor í fjármálum
rýnir í hagræna og hagsögulega þætti íbúðauppbyggingar í samtali við Unu Jónsdóttur hagfræðing hjá Landsbankanum:
Er dýrt að byggja ódýrt?
GLÆTAN?!
HREFNA BJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR & HÓLMFRÍÐUR ÓSMANN JÓNSDÓTTIR, arkitektar
kynna rannsóknir sínar á dagsbirtu í fjölbýlishúsum ásamt ÁSTU LOGADÓTTUR doktor í rafmagnsverkfræði:
Er gluggi ekki bara gluggi?
HVAR Á PÍANÓIÐ AÐ VERA?
HILDUR GUNNARSDÓTTIR, ARKITEKT
rýnir í rýmismótun, stærð og gæði almennra íbúða:
Hvenær runnu leiksvæðið og bílastæðið saman í eitt?
ER EINHVER FRAMTÍÐ Í ÞESSU?
Fulltrúar úr framlínu húsnæðisuppbyggingar, þeirra sem búa og byggja, leggja orð í belg:
Halla Gunnarsdóttir frkvstj. ASÍ;Sigurður Hannesson, frkvstj. SI,Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri. skipulagsstofnunar, Rún Knútsdóttir lögfræðingur á skrifstofu forstjóra Húsnæðis og mannvirkjastofnunar,Jónas Þór Jónasson frkvstj. 105 miðborg, sjóður í rekstri og stýringu Íslandssjóða, Björn Arnar Magnússon framkvæmdastjóri Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands,Páll Gunnlaugsson arkitekt og meðeiganda ASK arkitekta:
Splæst í gæði fyrir alla.
2021
Norræna húsið
HÍBÝLAAUÐUR - samtal um húsnæðismál á mannamáli
viðburða- og útgáfuverkefni á vegum Úrbanistan í samstarfi við arkitektana Hildi Gunnarsdóttur, Hólmfríði Ósmann Jónsdóttur, Hrefnu Björg Þorsteinsdóttur og Önnu Maríu Bogadóttur,
Ástu Logadóttur doktors í verkfræði, Ásgeir Brynjar
Torfason, doktors í fjármálum og Snæfríðar Þorsteins hönnuðar.