INNVIÐIR
ÚRBANISTAN vinnur að gerð sýninga og rannsókna á innviðum
hins manngerða umhverfis auk þess að leiða greiningarvinnu og samtal í þróunar- og stefnumótunar-verkefnum þvert á stjórnsýslusvið, fræðasvið og fagsvið
INNVIÐIR
ÚRBANISTAN vinnur að gerð sýninga og rannsókna á innviðum
hins manngerða umhverfis auk þess að leiða greiningarvinnu og samtal í þróunar- og stefnumótunar-verkefnum þvert á stjórnsýslusvið, fræðasvið og fagsvið
INNVIÐIR
ÚRBANISTAN vinnur að gerð sýninga og rannsókna á innviðum
hins manngerða umhverfis auk þess að leiða greiningarvinnu og samtal í þróunar- og stefnumótunar-verkefnum þvert á stjórnsýslusvið, fræðasvið og fagsvið
SAMKEPPNI
ÓÐINSTORG
ÚRBANISTAN/Anna María Bogadóttir var hluti af hönnunarteymi BASALT arkitekta í gerð samkeppnistillögu um Óðinstorg. Torgið er staðsett á mótum fimm gatna í miðborg Reykjavíkur þar sem fjölmennt íbúðahverfi og verslunarmiðja miðborgarinnar mætist.
Á sjötta áratugnum fór torgið undir bílastæði og snérist samkeppnin um endurheimt torgisins sem fjölnota almenningsrými sem fléttast inn í og styrkir nærliggjandi starfsemi og umhverfi. Landhalli svæðisins er nýttur til þess að skipta torginu í þrjú mismunandi svæði, sem hvert endurspeglar ákveðna tegund almenningsrýma; markaðstorg/svið, almenningsgarður/garður og veitingatorg.
Tillagan gerir ráð fyrir að Óðinstorg geti í senn verið umgjörð um næðisstundir og fjöldaviðburði og með fjölbreyttum notkunarmöguleikum torgsins breytist ásýnd þess í takt við sólargang, árstíðir og viðburðardagatal borgarinnar.
2016
Óðinstorg, Reykjavík
Hönnunarsamkeppni á vegum Reykjavíkurborgar
Unnið með / BASALT arkitektar
Hlutverk / Í hönnunarteymi BASALT arkitekta ásamt Sigríði Sigþórsdóttur, Hrólfi Karli Cela og Einari Hlé Einarssyni
Samstarfaðilar / Auður Sveinsdóttir, landslagsarkitekt, Edda Ívarsdóttir, borgarhönnuður, Daríó Gustavo Núñez Salazar, lýsingarhönnun
Verkkaupi /Reykjavíkurborg
Viðurkenningar /
1. verðlaun í hönnunarsamkeppni