INNVIÐIR
ÚRBANISTAN vinnur að gerð sýninga og rannsókna á innviðum
hins manngerða umhverfis auk þess að leiða greiningarvinnu og samtal í þróunar- og stefnumótunar-verkefnum þvert á stjórnsýslusvið, fræðasvið og fagsvið
INNVIÐIR
ÚRBANISTAN vinnur að gerð sýninga og rannsókna á innviðum
hins manngerða umhverfis auk þess að leiða greiningarvinnu og samtal í þróunar- og stefnumótunar-verkefnum þvert á stjórnsýslusvið, fræðasvið og fagsvið
INNVIÐIR
ÚRBANISTAN vinnur að gerð sýninga og rannsókna á innviðum
hins manngerða umhverfis auk þess að leiða greiningarvinnu og samtal í þróunar- og stefnumótunar-verkefnum þvert á stjórnsýslusvið, fræðasvið og fagsvið
FRAMSÆKIN VARÐVEISLA
SUNNUHVOLL
Á Sunnuhvoli í Bárðardal vaxa gömul hús með nýju hlutverki. Listræn nálgun verkefnisins leggur út frá tengslum fólks við staðinn og einstakt umhverfi á bökkum Skjálfanda steinsnar frá hálendinu. Í verkefninu er horft til framtíðar um leið og innblástur er sóttur í minningar, handverk, þekkingu, landslag og liðna sögu. Skapandi varðveislutilraunir á Sunnuhvoli ná yfir keramikvinnustofur, bókmenntaupplestur, fyrirlestra, reif, göngu-, veiði- og skíðaferðir, ilmsmiðjur og bruggtilraunir með staðbundnum jurtum. Frá árinu 2019 hafa árlega verið haldnir tónleikar í stærstu hlöðunni á Sunnuhvoli sem hefur sannað sig sem úrvals tónleikastaður. Þegar hlúð er að sköpuninni eru henni engin takmörk sett.
2017-
Meðal samstarfsaðila og listamanna sem hafa tekið þátt í skapandi varðveislutilraunum á Sunnuhvoli eru / Aurélie Ferrière, Berglind María Tómasdóttir, Céline Grangey, DJ Heilaslím, Sophie Bernado, Gísli Hrafn Magnússon, Margrét María Leifsdóttir, Sæmundur Ari Halldórsson, Sighvatur Ómar Kristinsson AKA Músíkvatur, Þorlákur Ingólfsson, Angústúra, flóra menningarhús, Svartárkot menning og náttúra.