top of page
​SÝNING / SKAPANDI VARÐVEISLA

VÍSAR, HÚSIN Í HÚSINU

Sýning á mörkum myndlistar og arkitektúrs sem afhjúpar rými og stað Hafnarfjarðarapóteks við Strandgötu, þar sem Hafnarborg er nú til húsa.

 

Orð hins bandaríska Gordon Matta-Clark  (1943–1978) "About making space withoug building it", voru innblástur að sýningunni. Í aðdraganda hennar var völdum listamönnum stefnt saman til að taka þátt í að kafa ofan í sýningarrými Hafnarborgar. Þar reyndist vera ýmislegt annað og meira en mætir okkur í fyrstu. Þar á meðal draumar um hús sem hafa sumir ræst en aðrir ekki. 

 

Í kjallara Hafnarborgar fundust fjölmargar teikningar af framtíðarhugmyndum um húsið sem spanna yfir 70 ára tímabil. Á háaloftinu voru upprunalegir gluggar og hurðir úr húsinu ásamt húsgögnum, tímaritum og innanstokksmunum Þessir munir og minningar urðu efniviður og innblástur að nýjum verkum listamannanna, sem á sýningunni kölluðust á við verk Gordon Matta-Clark Conical Intersect frá árinu 1975. Þetta var í fyrsta sinn sem verk eftir Matta-Clark voru sýnd opinberlega á Íslandi.

 

Hugmynd og tillaga Önnu Maríu Bogadóttur að sýningunni var valin haustsýning Hafnarborgar 2013.   

Í fylgiseðli má lesa meira um sýninguna og sögu hússins við Strandgötu 34.

2013

Hafnarborg

 

Unnið fyrir / Hafnarborg

Hlutverk / Sýningarstjórn

 

Listamenn / Elín Hansdóttir, Ilmur Stefánsdóttir, Marcos Zotes, Theresa Himmer, Gordon Matta-Clark

Ljósmyndir / Marino Thorlacius

 

bottom of page