​SÝNING / SKAPANDI VARÐVEISLA

VÍSAR, HÚSIN Í HÚSINU

Sýning á mörkum myndlistar og arkitektúrs sem afhjúpar rými og stað Hafnarfjarðarapóteks við Strandgötu, þar sem Hafnarborg er nú til húsa.

 

"Þetta snýst um að skapa rými án þess að byggja það”. Þessi orð hins bandaríska Gordon Matta-Clark voru innblástur að sýningunni og  aðdraganda hennar var völdum listamönnum stefnt saman til að taka þátt í að kafa ofan í sýningarrými Hafnarborgar. Þar reyndist vera ýmislegt annað og meira en mætir okkur í fyrstu. Þar á meðal draumar um hús sem hafa sumir ræst en aðrir ekki. 

 

Í kjallara Hafnarborgar fundust fjölmargar teikningar af framtíðarhugmyndum um húsið sem spanna yfir 70 ára tímabil. Á háaloftinu voru upprunalegir gluggar og hurðir úr húsinu ásamt húsgögnum, tímaritum og fleiru. Þessir munir og minningar urðu efniviður og innblástur að nýjum verkum listamannanna, sem á sýningunni kölluðust á við verk Gordon Matta-Clark (1943–1978) Conical Intersect frá árinu 1975. Þetta var í fyrsta sinn sem verk eftir Matta-Clark voru sýnd opinberlega á Íslandi.

 

Hugmynd og tillaga Önnu Maríu Bogadóttur að sýningunni var valin haustsýning Hafnarborgar 2013.   

Í fylgiseðli má lesa meira um sýninguna og sögu hússins við Strandgötu 34.

2013

Hafnarborg

 

Unnið með / Hafnarborg

Hlutverk / Sýningarstjórn

 

Listamenn / Elín Hansdóttir, Ilmur Stefánsdóttir, Marcos Zotes, Theresa Himmer, Gordon Matta-Clark

Ljósmyndir / Marino Thorlacius

 

ARFUR | VARÐVEISLA | ÖNNUR VERKEFNI