top of page

2021

 

HÚSNÆÐISKOSTUR OG HÍBÝLAAUÐUR -  viðburða- og útgáfuverkefni á vegum Úrbanistan í samstarfi við arkitektana Hildi Gunnarsdóttur, Hólmfríði Ósmann Jónsdóttur, Hrefnu Björg Þorsteinsdóttur og Önnu Maríu Bogadóttur,

Ástu Logadóttur doktors í verkfræði, Ásgeir Brynjar 

Torfason, doktors í fjármálum og Snæfríðar Þorsteins hönnuðar.

Verkefnið hefur hlotið styrk úr Hönnunarsjóði, Miðstöð íslenskra bókmennta og Minningarsjóði Guðjóns Samúelssonar

 

​SAMTAL UM HÚSNÆÐISMÁL
HÚSNÆÐISKOSTUR & HÍBÝLAAUÐUR

Samtal um húsnæðismál á mannamáli, spunnið út frá arkitektónískum og hagrænum rannsóknum í samhengi við húsnæðisuppbyggingu á Íslandi. 

Verkefnið felst í viðburðum og útgáfu sem er áætluð árið 2022.

11. maí 2021 var samtali um híbýlaauð streymt frá Norræna húsinu.  Áherslunni beint að íbúanum og gæðum í hönnun og skipulagi, því að skapa híbýlaauð fyrir þá sem búa ekki síður en þá sem byggja.  

Fyrir hvern er verið að byggja?
Magn, framboð og fermetrar eru fyrirferðarmiklir þættir í umræðu um húsnæðismál. Spurt er hversu mikið á að byggja en ekki hvernig á að byggja. Fátt er hins vegar mikilvægara fyrir líf okkar og lífsgæði en það hvernig við búum og hvernig húsnæði og umhverfið í kringum okkur er skipulagt og hannað.

Gæði fyrir alla eða útvalda?
Lýðheilsu- og umhverfisáskoranir samtímans kalla sem aldrei fyrr á gæði hönnunar við íbúðauppbyggingu. Birta, rýmisgerð, sól og skjól eru meðal mikilvægra áhrifaþátta á líðan og daglegt líf, almannagæði, sem koma til kastanna við uppbyggingu íbúða og þéttingu byggðar. Til að efla almannagæði samfara húsnæðisuppbyggingu er nauðsynlegt að beina sjónarhorninu að íbúanum, líðan hans og upplifun í daglegu lífi.

 

Verkefnið HÚSNÆÐISKOTUR & HÍBÝLAAUÐUR hefur að markmiði að miðla þverfaglegum rannsóknum, þar sem áherslan er á gæði húsnæðis, áhrifamáttinn og auðlegðina sem í þeim felast. Markmiðið er að brýna þekkingu fag- og fræðafólks á sviði hönnunar og arkitektúrs í samtali við aðrar faggreinar og framkvæmdaaðila, til áhrifa á sviði húsnæðismála. Að huga að listinni að búa samfara listinni að byggja og skapa híbýlaauð fyrir þá sem búa, ekki síður en þá sem byggja.

DAGSKRÁ Í NORRÆNA HÚSINU 11. MAÍ 2021

13.00
LÚXUS FYRIR ALLA?
ANNA MARÍA BOGADÓTTIR, arkitekt og menningarfræðingur
innleiðir samtalið um listina að búa og listina að byggja:
Hvar er pláss til að anda?

 

13.15
HVER GRÆÐIR Á ÞESSU?
ÁSGEIR BRYNJAR TORFASON, doktor í fjármálum
rýnir í hagræna og hagsögulega þætti íbúðauppbyggingar í samtali við Unu Jónsdóttur hagfræðing hjá Landsbankanum:
Er dýrt að byggja ódýrt? 

 

14.40
GLÆTAN?!
HREFNA BJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR & HÓLMFRÍÐUR ÓSMANN JÓNSDÓTTIR, arkitektar
kynna rannsóknir sínar á dagsbirtu í fjölbýlishúsum  ásamt ÁSTU LOGADÓTTUR doktor í rafmagnsverkfræði:
Er gluggi ekki bara gluggi?

 

14.05
HVAR Á PÍANÓIÐ AÐ VERA?
HILDUR GUNNARSDÓTTIR, ARKITEKT
rýnir í rýmismótun, stærð og gæði almennra íbúða:
Hvenær runnu leiksvæðið og bílastæðið saman í eitt?

14.30
ER EINHVER FRAMTÍÐ Í ÞESSU?
Fulltrúar úr framlínu húsnæðisuppbyggingar, þeirra sem búa og byggja, leggja orð í belg

Halla Gunnarsdóttir frkvstj. ASÍ; Sigurður Hannesson, frkvstj. Samtaka Iðnaðarins, Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri skipulagsstofnunar,  Rún Knútsdóttir lögfræðingur á skrifstofu forstjóra Húsnæðis og mannvirkjastofnunar, Jónas Þór Jónasson frkvstj. 105 miðborg, sjóður í rekstri og stýringu Íslandssjóða, Björn Arnar Magnússon framkvæmdastjóri Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands, Páll Gunnlaugsson arkitekt og meðeiganda ASK arkitekta:

Eigum við að splæsa í gæði fyrir alla. 

 

Viðburðurinn er á dagskrá Hönnunarmars.
 

HIBYLAAUDUR_a.jpg
bottom of page