top of page
BANNER.jpg
RANNSÓKNAR- OG ÚTGÁFUVERKEFNI​

HÍBÝLAAUÐUR

Híbýlaauður er rannsókna- og útgáfuverkefni spunnið út frá arkitektónískum og hagrænum rannsóknum í samhengi við húsnæðisuppbyggingu á Íslandi. Áherslan er lögð á gæði húsnæðis, áhrifamáttinn og auðlegðina sem í þeim felast. Markmiðið er að brýna þekkingu fag- og fræðafólks á sviði hönnunar og arkitektúrs í samtali við aðrar faggreinar og framkvæmdaaðila, til áhrifa á sviði húsnæðismála. 

Fyrir hvern er verið að byggja?
Magn, framboð og fermetrar eru fyrirferðarmiklir þættir í umræðu um húsnæðismál. Spurt er hversu mikið á að byggja en ekki hvernig á að byggja. Fátt er hins vegar mikilvægara fyrir líf okkar og lífsgæði en það hvernig við búum og hvernig húsnæði og umhverfið í kringum okkur er skipulagt og hannað.

Gæði fyrir alla eða útvalda?
Lýðheilsu- og umhverfisáskoranir samtímans kalla sem aldrei fyrr á gæði hönnunar við íbúðauppbyggingu. Birta, rýmisgerð, sól og skjól eru meðal mikilvægra áhrifaþátta á líðan og daglegt líf, almannagæði, sem koma til kastanna við uppbyggingu íbúða og þéttingu byggðar. Til að efla almannagæði samfara húsnæðisuppbyggingu er nauðsynlegt að beina sjónarhorninu að íbúanum, líðan hans og upplifun í daglegu lífi.

 

2020-
Áætluð útgáfa 2024
 

Samstarf / Anna María Bogadóttir leiðir verkefnið sem er unnið í nánu samstarfi og samtali við: 

Hildur Gunnarsdóttur arkitekt 

Hólmfríður Ó. Jónsdóttir arkitekt

Hrefna Björg Þorsteinsdóttir arkitekt
Ásta Logadóttir doktor í verkfræði
Ásgeir Brynjar Torfason doktor í fjármálum

Snæfríð Þorsteins hönnuður
Elsa Ævarsdóttir innanhússarkitekt

Stuðningur /
Verkefnið hefur hlotið styrk úr ASKI Mannvirkjarannsóknasjóði, Hönnunarsjóði, Miðstöð íslenskra bókmennta, Minningarsjóði Guðjóns Samúelssonar og Nýsköpunarsjóði námsmanna

bottom of page