top of page
​BÓK

MANNLÍF MILLI HÚSA

Úrbanistan gaf út hina sígildu bók danska arkitektsins Jan Gehl, Mannlíf milli húsa, árið 2018. Bókin, sem kom fyrst út á dönsku árið 1971 undir heitinu Livet mellem husene, hefur verið gefin út á tæplega fjörutíu tungumálum. Klassískt verk sem enn er talið vera lykilriti á sínu sviði. 


Í bókinni Mannlíf milli húsa, sem byggir á borgarlífsrannsóknum höfundar, eru athafnir fólks í almenningsrými greindar út frá eðli þeirra og eiginleikum. Í myndum og texta eru dregin fram þau margbreytilegu gæði sem felast í mannlífi borga og byggða og rýnt í forsendur út frá hönnun og skipulagi. 

 

Upphaflega var Mannlíf milli húsa uppgjör við kaldranalegar borgir og íbúðahverfi eftirstríðsáranna. Síðan eru liðin fimmtíu ár en bókin á ennþá fullt erindi eins og Jan Gehl kemst að orði í formála sjöundu dönsku útgáfu bókarinnar frá árinu 2017: „Undanfarnir áratugir hafa sýnt svo ekki verður um villst að viðleitnin til þess að styrkja mannlíf í borgum og byggðum er enn ofarlega á baugi. Samfélagsþróun og allir heimsins rafrænu miðlar hafa ekki dregið úr mikilvægi þess að fólk komi saman, nema síður sé.“

„Ómissandi bók eftir manninn sem breytir borgum til hins betra. Hún hefur fylgt mér frá því ég stundaði nám í landslagsarkitektúr í Kaupmannahöfn og er skyldulesning fyrir alla sem bera ábyrgð á mótun bæjar- og borgarumhverfis.“

 

Þráinn Hauksson, landslagsarkitekt

„Bráðnauðsynleg og löngu tímabær íslensk útgáfa fyrir borg og bæi. Klassík - fyrir fagfólk og almenning.“

 

Hildigunnur Sverrisdóttir, arkitekt

„...ígrunduð, falleg og upplýsandi...“

 

Jane Jacobs

„... bókin er mikill innblástur fyrir mig við störf mín og ég lít svo á að hún sé sígilt verk fyrir alla sem hafa áhuga á, starfa við eða leggja stund á nám í arkitektúr og skipulagi, óháð aldri þeirra, bakgrunni og reynslu.“

Ralph Erskine

0fmanlifmillihusa-36.jpg
MMH-THUMB.jpg

Mannlíf milli húsa 

eftir Jan Gehl

 

Steinunn Stefánsdóttir þýddi

Ritstjóri og fagþýðandi /

Anna María Bogadóttir

 

Útgefandi ÚRBANISTAN​ 

​Útgáfuverð: 5200,-

Sendingarkostnaður innifalinn

153 x 210 mm

208 blaðsíður

Rannsóknar- og þróunarsjóður Skipulagsstofnunar og

Norræna Ráðherranefndin

styrktu þýðingu og útgáfu bókarinnar 


 

MYNDIR ÚR BÓKINNI:

bottom of page